Því miður - þessi vara er ekki lengur í boði
Surface Go 2 - 10,5" - m3 8GB 256GB 4G
Sú nettasta í Surface línunni. Ný kynslóð af Go línunni hefur stærri, 10,5“ snertiskjá, með betri upplausn og langa rafhlöðuendingu sem gerir hana mjög notendavæna. Með 4G útgáfunum ertu alltaf nettengd/ur. Vélin er viftulaus svo þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af ryki, þar að auki er hún afar hljóðlát. Go 2 er svokölluð 2-í-1 spjaldtölva og með auka skrifhlíf og penna verður hún að lítilli og nettri viðskiptatölvu sem keyrir fulla Windows 10 útgáfu sem heldur í við þig. Þegar þú tengir Go 2 við dokku getur þú unnið á allt að þrem skjám. Allir möguleikarnir eru fyrir hendi, þú velur þitt umhverfi hverju sinni.