Skilmálar

Söluaðili: MOWO ehf. kt. 500220-0820 (vsk nr: 137027) Knarrarvogur 4 - 104, Reykjavík, sími 647-2666, mowo@mowo.is.

Söluveð: Seljandi heldur söluveð í seldri vöru þar til að kaupverð vörunnar hefur verið að fullu greitt. Víxlar, skuldabréf, ávísun eða reikningsviðskipti afnema ekki eignarétt, þar til skuld hefur verið að fullu greidd.

Afhendingar: Aðeins er boðið upp á forpantanir og sérpantanir fyrst um sinn. Sérpantanir eru almennt afgreiddar innan 5 - 10 virkra daga frá pöntun og í forpöntunum er afhendingartími uppgefinn á vörusíðu. Sé vara ekki til mun starfsmaður hafa samband við kaupanda og tilkynna áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. MOWO ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá MOWO ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Verð og sendingarkostnaður: Öll verð í vefverslun eru tilgreind með virðisaukaskatti. Öll verð og upplýsingar eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur MOWO ehf sér allan rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Sendingarkostnaður bætist síðan við í greiðsluferli áður en greiðsla fer fram. Vara er eign söluaðila þar til hún hefur verið að fullu greidd. Hafi kaupandi athugasemd skal hún berast innan 15 daga frá dagsetningu reiknings.

Að skipta og skila vöru: Þar sem pantanir fara annað hvort fram í sér- eða forpöntunum er enginn skilaréttur við kaup á vöru.

Gölluð vara: Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjársölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.

VisaVisa ElectronMastercardMaestro

Trúnaður (Öryggisskilmálar): Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing: Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.